Manchester United hefur orðið fyrir miklu áfalli en Lisandro Martinez verður frá næsta mánuðinn. Hann meiddist á æfingu.
Lisandro hefur lítið sem ekkert getað verið með á þessu tímabili vegna meiðsla.
Þetta er í þriðja skiptið sem hann meiðist í lengri tíma en hann spilaði hálfleik gegn Brentford um liðna helga.
Victor Lindelöf fór meiddur af velli í þeim leik og verður einnig frá í mánuð.
United er því með Raphael Varane sem meiddist gegn Brentford en á að vera heill og þá Harry Maguire og Jonny Evans næstu vikurnar.