Aaron Ramsdale er ósáttur með stöðu sína hjá Arsenal og opinn fyrir því að fara annað í sumar.
David Raya var fenginn til Arsenal í sumar frá Brentford og Ramsdale því orðinn markvörður númer tvö á Emirates. Hann er ekki til í að sætta sig við það til lengdar.
Newcastle reyndi að fá enska markvörðinn til sín í sumar og samkvæmt Daily Mail er áhugi félagsins svo sannarlega enn til staðar.
Ekki er ólíklegt að Newcastle láti til skarar skríða í sumar.
Ramsdale hefur spilað ellefu leiki með Arsenal á leiktíðinni, þar af sex í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Raya hefur eignað sér stöðu aðalmarkvarðar undir stjórn Mikel Arteta.