Everton og Burnley náðu bæði í stig í fallbarátunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en á sama tíma vann Nottingham Forest góðan sigur.
Forest gekk frá Fulham á heimavelli og var staðan 3-0 fyrir heimamenn í Forest í fyrri hálfleik.
Newcastle tók á Móti Everton en Dominic Calvert-Lewin bjargaði stigi fyrir Everton með marki úr vítaspyrnu undir lok leiks.
Burnley gerði jafntefli við Wolves þar sem Jóhann Berg Guðmundsson var ónotaður varamaður.
Everton er með 26 stig í 16 sæti, Nottingham er með 25 stig sæti neðar og Burnley er í 19 sæti með 19 stig.
Bournemouth vann svo sigur á Crystal Palace.
Newcastle 1 – 1 Everton
1-0 A. Isak
1-1 D. Calvert-Lewin
Nottingham Forest 3 – 1 Fulham:
1-0 C. Hudson-Odoi
2-0 C. Wood
3-0 M. Gibbs-White
3-1 T. Adarabioyo
Bournemouth 1 – 0 Crystal Palace:
1-0 J. Kluivert
Burnley 1 – 1 Wolves:
1-0 J. Bruun Larsen
1-1 R. Aït-Nouri