Athyglisverðar nýjungar voru boðaðar á kynningarfundi Bestu deildar karla í dag.
Fundurinn er haldinn ár hvert en Besta deildin fer af stað á laugardag. Spá fyrirliða, formanna og þjálfara var opinberuð á fundinum, ásamt fleiru.
Þá voru sem fyrr segir nýjungar boðaðar. Var sagt frá því að stefnan væri að hafa myndavélar inni í klefa á völdum leikjum. Efnið þaðan yrði svo sýnt eftir á.
Einnig var það boðað að hljóðnemi yrði á leikmönnum í völdum leikjum.
Þá var kynnt til leiks samstarf við Deloitte, sem nú er opinber tölfræði samstarfsaðili Bestu deildarinnar. Samningurinn er til þriggja ára.