Roy Keane sérfræðingur Sky Sports telur að Roberto de Zerbi þjálfari Brighton sé ekki klár í að taka við Liverpool í sumar.
De Zerbi er einn þeirra sem er nefndur til greinnar nú þegar Xabi Alonso þjálfari Leverkusen hefur afþakkað starfið.
Keane ræddi málið í gær fyrir tap Brighton gegn Liverpool. „Ég held að persónuleiki hans sé ekki til vandræða, það er líklega plús fyrir hann,“ sagði Keane en De Zerbi er nokkuð skapheitur.
„Hann svarar spurningum um framtíð sína og segist ekki vera viss, það er áhyggjuefni fyrir Brighton. Hann veit ekki hvert planið er.“
„Ég skoðaði feril hans ég efast sum að hann sé klár í skrefið að taka við Liverpool.“
„Ég efast, liðin hans spila skemmtilegan fótbolta en ég skoða hvað hann hefur unnið og efast um að hann sé klár.“