Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Vals þegar Víkingur og Valur eigast við í leiknum um meistara meistaranna.
Leikurinn hefst klukkan 19:30. Nokkra lykilmenn vantar í lið Víkings en má þar nefna Gunnar Vatnhamar og Aron Elís Þrándarson.
Er þetta fjórða árið í röð sem Víkingur spilar þennan leik en þeir urðu meistarar meistaranna árið 2022 þegar þeir unnu 1-0 sigur gegn Breiðablik. Valur varð meistari meistaranna síðast árið 2018 eftir 2-1 sigur gegn ÍBV.
Í Meistarakeppni karla er keppt um Sigurðarbikarinn sem gefinn var af KR til minningar um Sigurð Halldórsson.
Byrjunarliðin eru hér að neðan.