Brentford fékk rúmlega 3 í XG gegn Manchester United í gær en United aðeins 0,51. Segir þetta ýmislegt um sögu leiksins þar sem Brentford var miklu sterkari aðili leiksins.
XG segir til um þau færi og hvernig færi lið fékk í leik og hver eðlilegur markafjöldi hefði átt að vera, tréverkið bjargaði United ítrekað í leiknum.
Brentford var betri aðilinn í gær en þó stefndi í markalaust jafntefli allt þar til á sjöttu mínútu uppbótartíma. Þá skoraði Mason Mount sitt fyrsta mark fyrir United. Þá héldu flestir að um sigurmark væri að ræða.
Heimamenn svöruðu hins vegar og á níundu mínútu uppbótartíma renndi Kristoffer Ajer boltanum í netið eftir sendingu Ivan Toney.
Lokatölur 1-1 og dýrmæt stig í vaskinn fyrir United í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Liðið er átta stigum á eftir Tottenham sem er í fimmta sæti.
Brentford (3.11) 1-1 (0.51) Man Utd
— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 30, 2024