Samkvæmt fréttum á Englandi í dag vill Manchester United kaupa Baylee Dipepa framherja Port Vale í sumar.
Liðið leikur í þriðju efstu deild Englands en Dipepa er 17 ára gamall.
INEOS fyrirtækið sem Sir Jim Ratcliffe á ætlar að einbeita sér að því að finna unga og efnilega leikmenn.
„Ég vil frekar finna næsta Mbappe frekar en að eyða milljörðum í að kaupa árangur,“ sagði Ratcliffe á dögunum.
„Það eru ekki nein klókindi í því að kaupa Mbappe, það geta allir áttað sig á slíku.“
„Það er meiri áskorun að finna næsta Mbappe, næsta Bellingham og næsta Roy Keane.“