Nokkur ótti virðist vera í Þýskalandi fyrir Evrópumótinu í sumar og mögulegum hryðjuverkaárásum. Ensk blöð fjalla um málið í dag.
Evrópumótið í knattspyrnu hefst eftir 75 daga í Þýskalandi en stríðsástand í heiminum og árás ISIS liða í Moskvu á dögunum hefur skapað auknar áhyggjur.
„Við erum að skipuleggja málin enn betur en áður og undirbúum okkur undir allar mögulegar árásir,“ segir Nancy Faeser ráðherra í Þýskalandi.
„Það er mikilvægt fyrir okkur að vera við öllu búin þegar svona stór viðburður fer fram.“
„Öryggisgæsla á mótinu verður mikil.“
143 voru drepnir í árás ISIS í Moskvu þar sem vopnaðir menn réðust inn í tónlistarhöll og skutu fólk þar til bana.