fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Segir frá athæfi Alberts í leiknum sem ekki var sýnt frá í sjónvarpinu

433
Laugardaginn 30. mars 2024 08:30

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is var að sjálfsögðu rætt um leik íslenska karlalandsliðsins gegn Úkraínu á þriðjudag, sem því miður tapaðist naumlega.

Um var að ræða úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Úkraína vann 2-1 eftir að Albert Guðmundsson hafði komið Íslandi í 0-1.

Í stöðunni 0-1 fyrir Ísland komu Úkraínumenn boltanum í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslensku leikmennirnir voru nokkuð vissir um að markið yrði dæmt af og enginn vissari en markaskorarinn Albert.

„Sást það í sjónvarpinu þegar Albert átti að taka miðjuna eftir markið sem var dæmt af Úkraínu, að hann sendi boltann bara beint aftur á Hákon í markinu?“ spurði þáttstjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson, sem var á leiknum gegn Úkraínu.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, annar þáttstjórnenda og Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur í körfubolta, svöruðu neitandi.

„Hann í raun sagði bara með þessu að þetta yrði alltaf rangstaða,“ bætti Helgi þá við.

Hrafnkell telur að miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason hafi líka verið með þetta á hreinu.

„Sverrir vissi það strax. Hann var með auga á leikmanninum á fjær,“ sagði hann.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn

Pantaði þjónustu fylgdardömu en svo tók kvöldið U-beygju – Fyrrum kollegi leysir frá skjóðunni og varpar nýju ljósi á brottreksturinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“

Segir þetta helsta muninn á að búa í Kína og Evrópu – „Bara þeir sem búa hérna skilja það“
Hide picture