Gary O’Neil, stjóri Wolves, segir ekkert til í því að Manchester United hafi áhuga á að ráða sig í sumar.
O’Neil tók við Wolves í sumar og hefur náð flottum árangri, er með liðið í níunda sæti þrátt fyrir að væntingar fyrir tímabil hafi verið litlar.
Í kjölfarið var hann orðaður við United, eins og margir stjórar undanfarið. Óljóst er hvað verður um Erik ten Hag, sem nú er við stjórnvölinn hjá United, í sumar.
„Það er ekkert til í þessu. Enginn sannleikur. Ég veit ekki hvaðan þetta kom,“ segir O’Neil
„Það er heiður að vera orðaður við Manchester United þó svo að enginn sannleikur sé á bak við það. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég er hins vegar mjög sáttur hjá Wolves.“