Landsliðsmaðurinn, Viðar Örn Kjartansson hefur skrifað undir hjá KA og mun spila með félaginu í Bestu deildinni í sumar.
Viðar kemur heim eftir langan feril í atvinnumennsku hann hafði verið orðaður við Selfoss og FH fram að þessu.
Viðar er 34 ára gamall markaskorari sem KA semur nú við rúmri viku áður en deildin fer af stað.
Viðar hefur á ferli sínum spilað í Kína, Rússlandi, Tyrklandi, Svíþjóð, Búlgaríu og fleiri löndum.
Hann mætir nú heim í sterka Bestu deild sem verður ansi spennandi í sumar.
✍🏻 Velkominn í KA Viðar Örn Kjartansson! 🇮🇸 #LifiFyrirKA @ArKjartansson @bestadeildin pic.twitter.com/it9HfsDek2
— KA (@KAakureyri) March 29, 2024