Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var vonsvikinn með ákvörðun landsliðsþjálfarans Gareth Southgate í vikunni.
Þetta segir Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, en Palmer er einn allra mikilvægasti leikmaður enska stórliðsins.
Palmer fékk þó ekkert að spila með Englandi í leikjum gegn Brasilíu og Belgíu en um var að ræða vináttulandsleiki á dögunum.
Palmer var lítillega meiddur í fyrri viðureigninni en sat allan tímann á bekknum í þeim seinni sem lauk með 2-2 jafntefli.
,,Ég hef rætt við hann og já hann er ansi vonsvikinn því hann gat ekki spilað með landsliðinu,“ sagði Pochettino.
,,Ég held að hann hafi verið smávægilega meiddur í fyrri leiknum og hélt að hann myndi fá tækifæri í þeim seinni en fékk það ekki.“