UEFA er að skoða það að leyfa landsliðum að velja 26 leikmenn á lokamót EM í Þýskalandi í sumar.
Þjálfarar á borð við Ronald Koeman hjá Hollandi og Gareth Southgate hjá Englandi hafa kvartað yfir því að fá aðeins að velja 23 leikmenn í hópinn.
UEFA er tilbúið að hlusta á þessa tillögu og mun heyra í fleiri landsliðsþjálfurum í apríl fyrir mótið sem hefst í júní.
Vegna COVID-19 heimsfaraldursins fengu landslið að velja 26 leikmenn bæði á EM 2020 og FIFA 2022 sem þótti góð regla.
Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð við þeirri breytingu ákvað UEFA að halda sig ekki við þá reglu en skoðar nú alvarlega að gera regluna endanlega.