fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Segir stjörnu liðsins að þegja eftir að hann kvartaði opinberlega – ,,Þýðir ekkert að tjá sig þar“

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. mars 2024 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Wilder, þjálfari Sheffield United, hefur sagt miðjumanninum Vini Souza að þegja og svara fyrir sig á vellinum frekar en í fjölmiðlum.

Souza er 24 ára gamall en hann var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Brasilíu og kennir slæmu gengi Sheffield á tímabilinu um það.

Souza vill meina að spilamennska Sheffield sé heldur ekki að hjálpa en liðið á erfitt með að halda í boltann í sínum leikjum.

Wilder var ekki ánægður með þessi ummæli Souza sem kom til félagsins frá Lommel í Belgíu í fyrra.

,,Leikmennirnir þurfa að tala á vellinum. Það þýðir ekki að tjá sig í fjölmiðlum eða í öðrum viðtölum,“ sagði Wilder.

,,Hann var ekki með í síðasta leik vegna frammistöðunnar í 6-0 tapi gegn Arsenal umferðinni áður.“

,,Ef Vini nær að sýna stöðugleika þá mun hann fá það hrós sem hann á skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“