Stuðningsmenn Chelsea hafa verið ósanngjarnir í garð stjörnunnar Raheem Sterling sem leikur með félaginu.
Þetta segir Noni Madueke, vængmaður liðsins, en Sterling hefur ekki verið upp á sitt besta í vetur sem og aðrir leikmenn liðsins.
Sterling er 29 ára gamall og hefur ekki náð að vinna alla stuðningsmenn Chelsea á sitt band eftir að hafa komið frá Manchester City 2022.
,,Það er svo mikilvægt að styðja hann. Þið megið hafa ykkar skoðun og ég má hafa mína,“ sagði Madueke.
,,Þetta er einn af mínum liðsfélögum og þessi gagnrýni er hörð og ósanngjörn. Það er okkar starf að láta í okkur heyra og mögulega breyta stöðunni aðeins.“
,,Raheem er stórkostlegur fótboltamaður og jafnvel betri manneskja. Það gerir mig leiðan að heyra hluta af þessari gagnrýni.“
,,Ég er viss um að hann geti höndlað gagnrýnina en við vitum líka hversu mikilvægur hann er fyrir okkur, hann er eins og eldri bróðir fyrir marga af okkur.“
,,Það er svo mikið af hlutum sen fólk sér ekki.“