Meiðslalisti Chelsea er orðinn enn lengri og eru stuðningsmenn liðsins orðnir afskaplega þreyttir á stöðunni.
Margir leikmenn Chelsea hafa glímt við meiðsli í vetur en þrír í viðbót bættust á listann í landsleikjahlénu.
Chelsea spilar við Burnley í efstu deild á morgun og er ljóst að þessir leikmenn verða ekki með.
Um er að ræða varnarmanninn Trevoh Chalobah, miðjumanninn Carney Chukwumueka og markmanninn Robert Sanchez.
Læknateymi Chelsea hefur fengið að heyra það á samskiptamiðlum en þessir leikmenn spiluðu ekkert fyrir sín landslið í landsleikjahlénu.