Manchester United er vel opið fyrir því að selja Mason Greenwood til Juventus í sumar en vill fá leikmann á móti.
Frá þessu greinir Gazzetta dello Sport en leikmaðurinn umtalaði er hafsentinn Gleison Bremer.
Bremer er talinn kosta 50 milljónir punda sem er svipað og United vill fá fyrir Greenwood í sumar.
Möguleiki er á að félögin skipti á leikmönnunum en óvíst er þó hvort Juventus sé tilbúið að losa varnarmanninn.
Greenwood virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford og er í dag lánsmaður hjá Getafe á Spáni.