Valur 2 – 1 Breiðablik
0-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir(‘8)
1-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir(’25)
2-1 Amanda Jacobsen Andradóttir(’26)
Valur er Lengjubikarmeistari kvenna 2024 eftir leik við Breiðablik á Hlíðarenda í dag.
Það voru Blikar sem komust yfir í þessum leik en Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði eftir aðeins átta mínútur.
Valskonur jöfnuðu á 25. mínútu og aðeins mínútu síðar var staðan orðin 2-1 og heimakonur yfir í hálfleik.
Ekkert mark var skorað í seinni hálfleiknum og ljóst að ríkjandi Íslandsmeistarar enda undirbúningstímabilið afskaplega vel.