Það eru allar líkur á því að framherjinn öflugi Olivier Giroud sé að semja við LAFC í Bandaríkjunum.
Giroud mun ganga í raðir félagsins í sumar en hann verður þá samningslaus hjá AC Milan á Ítalíu.
Greint var frá því í gær og í raun fullyrt að Giroud væri að semja við LAFC og nýtti félagið sér sögusagnirnar.
LAFC birti færslu á Twitter síðu sína en þar var talað frönsku: ‘Bonne nuit,’ var skrifað á aðgang félagsins en það þýðir einfaldlega góða nótt.
Giroud er fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea og er enn hluti af franska landsliðinu. Hann er 37 ára gamall í dag.
Bonne nuit 😴 pic.twitter.com/BB2JZHxzqG
— LAFC (@LAFC) March 27, 2024