Uli Hoeness, goðsögn Bayern Munchen, segir að það verði erfitt fyrir félagið að semja við Xabi Alonso í sumar.
Hoeness er einnig hluti af stjórn Bayern sem er í leit að þjálfara fyrir næsta tímabil.
Thomas Tuchel mun klára leiktíðina á Allianz Arena en mun svo kveðja félagið í kjölfarið.
Alonso er þjálfari Bayer Leverkusen og er hvað mest orðaður við Bayern og einnig Liverpool.
,,Ég tel að það verði mjög erfitt að fá Xabi Alonso í sumar, örugglega ómögulegt,“ sagði Hoeness.
,,Ég get séð hann fyrir mér hjá Leverkusen á næstu leiktíð og halda áfram á sömu braut.“