Pabbi Luis Diaz hefur gefið sterklega í skyn að sonur sinn muni einn daginn spila fyrir stórlið Real Madrid.
Diaz er bundinn Liverpool á Englandi til 2027 en hefur verið orðaður við þónokkur lið fyrir sumargluggann.
Mane Diaz, faðir leikmannsins, er viss um að Spánn henti syni sínum vel og segir Real og stuðningsmönnum liðsins að gefa ekki upp von um að leikmaðurinn spili þar einn daginn.
,,Þegar hann fór frá Porto þá vissi ég ekki af neinum áhuga frá Real Madrid. Ég hafði heyrt hluti en vissi aldrei meira en það. Með Liverpool var það skýrt,“ sagði faðirinn.
,,Það hefði kannski hentað Luis betur að fara þangað, það var vonast eftir því að hann myndi halda til Spánar, Radamel Falcao hefur verið þarna, James Rodriguez líka.. Að lokum varð ekkert úr því en ekki gefa upp vonina.“