Eden Hazard ætlar að taka skóna af hillunni í sumar og spila á Kings heimsmeistaramótinu í Mexíkó.
Þetta er staðfest í dag en Hazard mun þar spila með löndum sínum undir Belga að nafni Celine Dept.
Kings heimsmeistaramótið var stofnað af Gerard Pique, fyrrum leikmanni Barcelona, en þar er spilað í sjö manna bolta.
Fjölmargar stjörnur munu taka þátt en Zlatan Ibrahimovic, Rio Ferdinand, Neymar og Mario Götze taka allir þátt.
Hazard lagði skóna á hilluna nýlega en hann er 33 ára gamall og var síðast hjá Real Madrid.