Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano hefur staðfest það að töluverðar líkur séu á að Albert Guðmundsson kveðji Genoa í sumar.
Albert er líklega mikilvægasti leikmaður Genoa og spilaði frábærlega með Íslandi nýlega gegn Ísrael og Úkraínu.
Samkvæmt Romano býst Genoa við boðum í Albert í sumar en hefur ekki hafið neinar viðræður ennþá.
Romano segir að Albert gæti kostað allt að 30 milljónir evra sem er gríðarlega mikill peningur fyrir lið eins og Genoa.
Albert er orðaður við stórlið en nefna má Aston Villa, Juventus, Inter og svo einnig Tottenham.
🇮🇸 Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season — but haven’t started concrete talks with any club yet.
Price tag expected to be around €25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024