Gareth Southgate er að gera stór mistök með því að velja ekki Jack Butland í enska landsliðshópinn.
Þetta segir bardagakappinn Drew McIntyre en hann er mikill stuðningsmaður Rangers í Skotlandi þar sem Butland spilar.
Butland hefur átt mjög góðan vetur en fékk þrátt fyrir það ekki tækifæri í hóp Englands í verkefni mars mánaðar.
,,Þeir eru hálfvitar fyrir það eina að skilja hann eftir heima,“ sagði McIntyre við That’s Football.
,,Hann er ásamt James Tavernier okkar besti leikmaður. Hann hefur verið sjóðandi heitur á tímabilinu.“
,,Að taka þá ákvörðun að velja hann ekki, þú ert bara hálfviti, svo einfalt er það. Þú ert andskotans hálfviti, kveðja Drew McIntyre.“