Manchester United vill fá Gary O’Neil stjóra Wolves til starfa í sumar en þó ekki til að vera stjóra félagsins. ESPN segir frá.
Sir Jim Ratcliffe og hans fólk vill gera breytingar á öllu í kringum félagið og þar með á hvernig þjálfarar vinna.
Þeir vilja O’Neil í stórt hlutverk en þó ekki að stýra aðalliði félagsins.
O’Neil hefur gert frábæra hluti með Wolves á þessu tímabili en áður hafði hann gert vel með Bournemouth.
Búið er að láta O’Neil vita af áhuga United og hann er sagður spenntur fyrir að skoða þetta.