Forráðamenn Barcelona eru farnir að teikna upp það plan að krækja í Erling Haaland frá Manchester City sumarið 2025.
Þannig segir Mundo Deportivo að umboðsmaður Haaland hafi fundað með Barcelona á dögunum.
Þar segir að umboðskonan, Rafaela Pimenta hafi fundað með Deco yfirmanni knattspyrnumála hjá Barcelona.
Talið er að Haaland vilji á næstu árum taka skrefið yfir til Spánar og hefur hann verið reglulega orðaður við Real Madrid.
Haaland er 23 ára gamall en hann er á sínu öðru tímabili hjá Manchester City þar sem hann hefur raðað inn mörkum.