Kobbie Mainoo byrjaði sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið í gær í æfingaleik gegn Belgíu sem endaði með jafntefli.
Mainoo er 18 ára gamall en frammistaða hans í leiknum vakti mikla athygli og telja flestir öruggt að hann verði í hópi Gareth Southgate á EM í sumar.
„Frábær fyrsti leikur Kobbie Mainoo í byrjunarliði enska landsliðsins,“ skrifar Gary Lineker á X-inu.
„Hann hefur ekki bara spilað sig inn í hópinn fyrir EM heldur mögulega inn í byrjunarliðið. Vel spilað ungi maður.“
Mainoo hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í liði Manchester United undanfarnar vikur og virðist nú hafa tryggt sér sæti í enska landsliðinu.
A superb first start by Kobbie Mainoo for @England. He’s not only played himself into the squad for the Euros but quite possibly the starting lineup. Well played young man. 👏🏻👏🏻👏🏻
— Gary Lineker (@GaryLineker) March 26, 2024