Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslands fær nokkra gagnrýni á sig fyrir sigurmark Úkraínu í gær. Hjörvar Hafliðason segir að Hákon hefði getað gert betur þar.
Hjörvar sem er fyrrum markvörður fór yfir málið í Dr. Football en Mykhailo Mudryk skoraði sigurmarkið þegar Úkraína vann 2-1 sigur á Íslandi um laust sæti á EM.
„Mér finnst eitt með Hákon, hann er frábær. Þú sérð á honum að hann er strákur sem byrjaði seint í marki,“ sagði Hjörvar um markið sem Mudryk skorarði.
„Hvernig hann vann á löppunum í seinna markinu, ef þú ert í leikæfingu eða reyndur markvörður. Hann á að geta lesið hann, Hákon fer alltof langt til vinstri.“
Hákon gekk í raðir Brentford í janúar og hefur síðan þá ekkert spilað.
„Mér fannst hann illa staðsettur í þessu marki. Hann hefði alltaf varið þetta á æfingu, þá hefði hann þorað að lesa þetta.“