Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Það er leikdagur í Póllandi, þar sem Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM. Íslendingar eru farnir að týnast til borgarinnar og þar á meðal er sparkspekingurinn og hlaðvarpsstjarnan Sigurður Gísli Bond Snorrason.
„Þetta er geðveik borg og mjög góð menning hérna. Það eru öll húsin hérna byggð í kringum svona 1440,“ sagði hann við 433.is í Wroclaw í dag.
Hvað leikinn varðar er Sigurður nokkuð brattur.
„Þetta leggst nokkuð vel í mig. Sverrir Ingi er alltaf að fara að skora, hann skorar með skalla í fjær eftir horn. En ég held að þetta endi með jafntefli og við förum áfram eftir vító. Hákon (markvörður) á eftir að eiga sturlaðan leik.
Við verðum að leggjast til baka og beita skyndisóknum og reyna að skora eftir fast leikatriði. Það er okkar eini séns. Þeir eru með tryllt lið.“
Sigurður telur ólíklegt að það verði stór tíðindi í íslenska byrjunarliðinu.
„Ég held að hann verði með Albert frammi en annars verður þetta bara alveg eins.“
Nánar er rætt við Sigurð í spilaranum.