Kobbie Mainoo 18 ára miðjumaður Manchester United verður í byrjunarliði Englands gegn Belgíu á Wembley í kvöld.
Mainoo spilaði sinn fyrsta landsleik á laugardag þegar England tapaði gegn Brasilíu.
Ezri Konsa, Lewis Dunk og Jarrod Bowen koma einnig allir inn í byrjunarliðið líkt og Ivan Toney.
Mainoo hefur slegið í gegn undanfarnar vikur hjá United en hann var ekki í upphaflega hóp Gareth Southgate fyrir þetta verkefni.
Hann var hins vegar kallaður inn eftir góða frammistöðu gegn Liverpool fyrir rúmri viku og fær nú tækifæri í byrjunarliðinu.
Ezri Konsa, Lewis Dunk and Jarrod Bowen came on vs Brazil and set to have chance to impress vs Belgium tonight. Kobbie Mainoo to start his first #England game. Ivan Toney to start up front.
Story here with @Matt_Law_DT https://t.co/RDfrqgKsXC
— Mike McGrath (@mcgrathmike) March 26, 2024