Glen Johnson fyrrum bakvörður Liverpool segir að félagið eigi að skoða það að ráða Gareth Southgate til starfa í sumar.
Jurgen Klopp er að hætta með Liverpool í sumar en félagið leitar að eftirmanni hans.
Xabi Alonso virðist vera efstur á blaði en eins og staðan er í dag þá er talið líklegra að hann taki við Bayern.
„Ef Southgate er laus í sumar þá er það klárlega möguleiki sem Liverpool á að skoða,“ segir Johnson.
Southgate hefur verið orðaður við Manchester United. „Hann hefur gert frábærlega með England, það er engin ástæða til þess að ætla að hann geti ekki gert vel með Liverpool. Hann er að stýra leikmönnum í þeim gæðaflokki.
„Það þarf að taka þetta samtal, það er ekki hægt að útiloka hann ef hann er laus.“