Framtíð Erik ten Hag hefur verið til umræðu hjá Manchester United eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist hlut í félaginu.
Sky Sports segir að félagið vinni út frá því að Erik ten Hag verði áfram hjá félaginu.
Mikar sögusagnir hafa verið í gangi um að Gareth Southgate taki við liðinu í sumar en Sky Sports segir það ekki komið í gang.
Eigendur United vilja sjá hvernig tímabilið endar og því er félagið að vinna með það plan að Ten Hag verði áfram.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili hjá United sem verið hefur erfitt en möguleiki er á því að bjarga tímabilinu á næstu vikum.