Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
27 þúsund miðar eru seldir á leik Íslands og Úkraínu annað kvöld samkvæmt upplýsingar sem íslenskir fjölmiðlar fengu í hendurnar í Póllandi nú fyrir skömmu.
Það verður því sennilega ágætis stuð á Tarczynski Arena, sem tekur tæplega 43 þúsund manns í sæti.
Búast má við 4-500 íslenskum stuðningsmönnum sem ferðast í leikinn og verða þeir því í algjörum minnihluta.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 19:45 annað kvöld en um er að ræða úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Ísland kom sér í leikinn með 4-1 sigri á Ísrael á fimmtudag.