Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw
Allir tóku þátt á æfingu Íslands í Wroclaw í dag.
Framundan er úrslitaleikur við Úkraínu á morgun um sæti á EM.
Æfingin stendur nú yfir en fyrsti hluti hennar er opinn fjölmiðlafólki.
Óvissa hefur verið með þátttöku fyrirliðans Jóhanns Berg Guðmundssonar vegna meiðsla og Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Ingvi Traustason hafa verið í umræðunni af sömu ástæðu. Þeir æfðu þó í dag eins og aðrir leikmenn.
Leikur Íslands og Úkraínu hefst 19:45 annað kvöld.