fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Utan vallar: Einmitt það sem þurfti

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 24. mars 2024 19:30

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Wroclaw

Karlalandsliðið okkar er mætt til pólsku borgarinnar Wroclaw, þangað sem liðið flaug frá Búdapest í dag. Tveir dagar eru í úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM í sumar og eftirvæntingin er mikil.

Eins og flestir vita nú tryggðu Strákarnir okkar sér þennan úrslitaleik með 4-1 sigri á Ísrael í Búdapest á fimmtudag, úrslit sem voru framar björtustu vonum. Það voru jú ekki endilega svo margir Íslendingar sem gerðu sér vonir um sigur í leiknum, enda gengi karlalandsliðsins undanfarið ekki bent til þess að sigur myndi vinnast. Þetta fór þó allt saman svona glæsilega og snilli Alberts Guðmundssonar, sem gerði þrennu í leiknum, spilaði þar stóra rullu.

Verkefnið sem framundan er gegn Úkraínu er strembið, vægast sagt. Úkraínska liðið er skipað mönnum úr bestu deildum heims, svosem ensku úrvalsdeildinni. Miði er þó alltaf möguleiki og karakterinn sem íslenska liðið sýndi eftir að hafa lent undir gegn Ísrael á fimmtudag bendir til þess að eigi menn sinn besta dag, séu rétt stilltir, sé von um að skáka úkraínska liðinu. Við erum þó ólíklegri aðilinn, klárlega.

Sigurinn á Ísrael – og hvernig leikurinn vannst – gæti reynst ótrúlega dýrmætur þegar fram líða stundir. Svo virðist sem ákveðin stemning sé þegar farin að myndast með karlalandsliðinu á ný, en hana hefur aldeilis vantað undanfarið. Ísland hefur ekki spilað svona mikilvægan leik síðan 2020, þegar liðið tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í eins úrslitaleik og nú er framundan. Lífið er alltaf aðeins skemmtilegra þegar landsliðinu gengur vel og spilar mikilvæga leiki. Það er þó mikilvægt að íslenska liðið sýni góða frammistöðu gegn Úkraínu, geri þjóðina stolta. Hvort það verði nóg á eftir að koma í ljós, úkraínska liðið er jú ógnarsterkt.

Leikmenn hafa sjálfir rætt það í ferðinni að liðið sé að verða samstilltara og samstillara með hverri æfingunni og hverjum leiknum sem líður. Það gefur þessum hópi, sem inniheldur mikið af ungum leikmönnum, góða og dýrmæta reynslu að vera komnir á þetta stig og berjast um sæti í lokakeppni á stórmóti.

Aukinn meðbyr sem nú þegar hefur skapast eftir sigurinn á Ísrael er eitthvað sem væri hægt að taka áfram í næstu leiki og verkefni. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að sigur á þriðjudag og farseðilinn á EM myndi gleðja þjóðina óendanlega mikið. Það væri líka hálf súrealískt miðað við allt sem á undan hefur gengið.

Áfram Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Í gær

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag