Margir stuðningsmenn Chelsea hafa látið í sér heyra eftir að ný varatreyja liðsins sást á netinu.
FootyHeadlines fullyrðir að um sé að ræða varatreyju Chelsea fyrir næstu leiktíð og fær hún ekki góð viðbrögð.
Margir vilja meina að treyjan líkist enska landsliðsbúningnum alltof mikið og er valið ekki vinsælt.
Dæmi nú hver fyrir sig en myndir af þessu má sjá hér.