Antoine Griezmann hefur svarað fyrir sig eftir ummæli sem voru látin falla í hlaðvarpsþætti á Optus Sport.
Jay Bothroyd, fyrrum landsliðsmaður Englands og Mark Schwarezer, fyrrum leikmaður Chelsea, voru gestir að þessu sinni.
Bothroyd sagði í þættinum að það væri ekki hægt að kalla Griezmann heimsklassa leikmann eftir misheppnaða dvöl hjá Barcelona.
Englendingurinn bætti við að Griezmann væri ‘lúxusleikmaður’ og bar hann saman við Dimitar Berbatov.
Frakkinn sá þessi ummæli á samskiptamiðlum og svaraði fyrir sig í færslu Optus Sport á Twitter.
,,Þeir vita ekkert um fótbolta!“ skrifaði Griezmann og bætti við ’emoji’ af pítsu.
Þetta má sjá hér.