Íþróttavikan kemur út vikulega í umsjón Helga Fannar Sigurðssonar og Hrafnkels Freyr Ágústssonar. Í þetta skiptið sat Hörður Snævar Jónsson með þeim félögum og fór yfir fréttavikuna.
Það fór sennilega ekki framhjá neinum að Valur sótti Gylfa Þór Sigurðsson á dögunum. Í kjölfarið hafa ársmiðar rokið út og áhuginn er mikill.
„Menn eru búnir að gefast upp á matarvögnunum og sóttu bara Gylfa Sig,“ grínaðist Hrafnkell og vísaði í mætinguna á leiki í Bestu deildinni.
„Maður vissi að þetta myndi trekkja að. Þetta er stjarna leikmanna í yngri flokkum og ég held að allir vilji sjá hans fyrstu leiki á Íslandi.
Ég held þeir gætu þurft að setja upp einhverjar bráðabirgðastúkur,“ sagði Hrafnkell.