Nafnið Zhang Linpeng kveikir ekki á öllum bjöllum hérlendis en um er að ræða fyrirliða kínverska landsliðsins sem er nú hættur.
Linpeng hefur fengið nóg af því að spila fyrir Kína og ákvað að hætta eftir jafntefli við Singapúr í undankeppni HM í gær.
Búist var við að Kína myndi fara auðveldlega með Singapúr en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Þessi 34 ára gamli varnarmaður sem leikur í kínversku Ofurdeildinni fékk nóg eftir leikinn og varpaði sprengju í beinni útsendingu.
Singapúr er 70 sætum neðar en Kína á heimslista FIFA og komu úrslitin í raun öllum á óvart.
,,Ég hef íhugað þetta í dágóðan tíma, það er kominn tími á að kveðja landsliðið,“ sagði Linpeng.
,,Við gátum ekki einu sinni unnið Singapúr, það er óásættanlegt og að mínu mati vandræðalegt.“