Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Guðlaugur Victor Pálsson er ánægður hjá belgíska liðinu Eupen og bindur vonir við að það geti bjargað sér frá falli úr úrvalsdeildinni.
Eupren endaði í fjórtánda sæti af sextán liðum og er í leið í umspil um að bjarga sér frá falli.
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég svolítið búinn að kúpla mig frá því. Ég er í mómentinu og einbeittur á þetta verkefni,“ sagði Guðlaugur Victor við 433.is á liðshóteli íslenska landsliðsins í Búdapest í dag. Liðið undirbýr sig undir hreinan úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM í sumar.
„Ég er sáttur. Þetta er búið að vera erfitt tímabil og það er strembið verkefni eftir landsleikjagluggann. En vonandi náum við að redda okkur úr þessu,“ sagði hann enn fremur.
Nánar er rætt við Guðlaug Victor um landsliðið og fleira í spilaranum.