Joshua Kimmich viðurkennir að það sé ekki klárt að hann verði áfram hjá Bayern Munchen næsta vetur.
Kimmich er einn allra mikilvægasti leikmaður Bayern en hann verður samningslaus á næsta ári.
Bayern er ekki búið að ráða þjálfara fyrir næsta tímabil og eru líkur á að Kimmich muni leita annað í sumarglugganum.
,,Staðan fyrir mér er mjög augljós, ég á ennþá eitt ár eftir af samningnum,“ sagði Kimmich við blaðamenn.
,,Framtíðin er ansi óljós því það er óvíst hver mun taka við liðinu í sumar, auðvitað er mikilvægt að vita hver verður fyrir valinu.“
,,Það eina sem ég hugsa um núna er að klára tímabilið eins vel og ég get bæði í deild og Meistaradeild.“