Eintracht Frankfurt hefur engan áhuga á að borga 8,5 milljónir punda fyrir miðjumanninn Donny van de Beek sem spilar með liðinu.
Van de Beek er í láni hjá Frankfurt frá Manchester United en framtíð hans er í mikilli óvissu.
Hollendingurinn hefur lítið getað síðan hann kom til þýska félagsins í janúar en Frankfurt má kaupa hann fyrir ákveðna upphæð í sumar.
Það er eitthvað sem félagið hefur ekki áhuga á en það er Bild í Þýskalandi sem fullyrðir þessar fregnir.
Ljóst er að United mun ekki nota leikmanninn næsta vetur og þarf Van de Beek því að finna sér nýja vinnu eftir tímabilið.