fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Æfing Íslands í Búdapest – Jóhann Berg með í upphitun en Guðlaugur Victor ekki

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 23. mars 2024 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Jóhann Berg Guðmundsson tók þátt í upphitun á æfingu íslenska landsliðsins sem nú stendur yfir hér í Búdapest. Guðlaugur Victor Pálsson tók hins vegar ekki þátt.

Íslenska liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Úkraínu á þriðjudag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

Jóhann Berg var ekki með í undanúrslitaleiknum gegn Ísrael vegna meiðsla og verður að efast um þátttöku hans á þriðjudag. Hann var þó með í upphitun sem fyrr segir.

Guðlaugur Victor var á svæðinu en tók ekki þátt í upphitun.

Þá var Arnór Sigurðsson fjarverandi einnig en ljóst er að hann nær ekki leiknum gegn Úkraínu vegna meiðsla.

Nafni hans, Arnór Ingvi Traustason, tók þátt í upphitun í dag en ekki er vitað með þátttöku hans á þriðjudag eftir að hann fór af velli vegna meiðsla gegn Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“