Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Albert Guðmundsson skoraði þrennu gegn Ísrael í gær og fékk hann boltann að sjálfsögðu með sér heim eftir leik.
Um var að ræða leik í undanúrslitum umspils um sæti á EM og fór Albert, sem var að snúa aftur í landsliðið eftir nokkra fjarveru, gjörsamlega á kostum.
Sóknarmaðurinn lék á als oddi og sem fyrr segir setti hann þrennu og átti risastóran þátt í því að Ísland er komið í hreinan úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM 2024.
Eins og venjan er þegar maður skorar þrennu fær maður að eiga boltann og Albert birti skemmtilega mynd eftir leik, þar sem hann var með pokann í tösku.
Hér að neðan má sjá myndina.