Harry Kane útilokar það ekki að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta er knattspyrnuskórnir fara á hilluna.
Kane greinir sjálfur frá þessu en hann er fæddur 1993 og á því nóg eftir á sínum ferli sem leikmaður.
Kane er þó mikill aðdáandi NFL deildarinnar í Bandaríkjunum og væri til í að reyna fyrir sér sem sparkari í hæsta gæðaflokki ef tækifærið gefst.
,,Þetta er eitthvað sem ég hugsa um,“ sagði Kane í samtali við Sports Illustrated.
,,Ég held að ég eigi mjög mörg ár eftir sem fótboltamaður en hlutirnir geta breyst mjög skjótt. Þegar endirinn nálgast þá gæti ég horft nánar í þetta og byrjað að æfa mig.“
,,Að spila í hæsta gæðaflokki í tveimur íþróttum er góð hugmynd og það er eitthvað mjög sérstakt.“