Arnór Sigurðsson verður ekki með Íslandi sem spilar við Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í næstu viku.
Það er Knattspyrnusambandið sem staðfestir þessar fregnir í kvöld en Arnór meiddist á fimmtudag.
ísland vann þá 4-1 sigur á Ísrael en Arnór varð fyrir ljótri tæklingu í leiknum og er því meiddur.
Leikmaður Ísraels fékk að launum rautt spjald en nafni Arnórs, Arnór Ingvi Traustason er þá einnig meiddur.
Mögulegt er að Jóhann Berg Guðmundsson verði klár eftir að hafa misst af leiknum í vikunni.