fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Kjartan ræðir stóra kvöldið sem framundan er: Tíðindi dagsins högg í magann – „Þetta eru ömurlegar fréttir“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 13:50

Kjartan Henry, léttur, ljúfur og kátur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Kjartan Henry Finnbogason er bjartsýnn á sigur íslenska karlalandsliðsins gegn því ísraleska í kvöld. Hann mun lýsa leik kvöldsins ásamt Guðmundi Benediktssyni.

Um er að ræða undanúrslitaleik í umspili um sæti á EM. Sigurvegari leiksins í kvöld mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM. Leikurinn fer fram hér í Búdapest sökum stríðsástandsins á Gasa.

Kjartan bjó í borginni og spilaði með Ferencvaros um stutt skeið. Fyrrum framherjinn er mikill aðdáandi ungversku höfuðborgarinnar.

„Það er flug hingað tvisvar í viku og ég hvet alla til að mæta,“ segir Kjartan við 433.is.

Ísland fékk ansi slæmar fréttir í morgunsárið um að landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson yrði ekki með í kvöld.

„Þetta er mikill skellur fyrir okkur en aðallega fyrir hann. Ég þekki aðeins til og ég veit hversu miklu máli þetta skiptir hann. Við þurfum líka á allri okkar reynslu að halda og hann er reynslumesti maðurinn í liðinu, fyrirliði. Þetta eru ömurlegar fréttir. Ég veit að hann mun láta til sín taka utan vallar og hjálpa strákunum og reyna að taka þátt í næsta leik sem við fáum vonandi,“ segir Kjartan.

video
play-sharp-fill

Hann býst við að þetta komi til með að stokka nokkuð upp í byrjunarliðinu miðað við hvað ætlað var og að eitthvað gæti komið á óvart í liði kvöldsins.

„Ég held það séu nokkur nöfn sem munu koma á óvart. En við erum ellefu inni á vellinum, það er þessi leiðinlega klisja, og við verðum að reyna að vinna þetta saman sem lið.“

Kjartan viðurkennir að tíðindin af Jóhanni dragi örlítið úr bjartsýninni fyrir kvöldið, þó ekki of.

„Ég var hrikalega bjartsýnn í gær en þessar fréttir eru högg í magann. En maður verður að vera bjartsýnn, sólin skín og svona. Þetta er bara 50/50 leikur. Vonandi verður spennustigið rétt fyrstu 20-30 mínúturnar, svo bara vinnum við leikinn.“

En hversu mikilvægt er að halda spennustiginu réttu?

„Ég hef kannski ekki spilað landsleiki þar sem mikið er undir en auðvitað er það mikilvægt. Þetta er ungt lið, nýtt lið og ungir strákar sem eru að feta sín fyrstu spor í svona alvöru leikjum, úrslitaleikjum. En þetta eru allt atvinnumenn og þegar það er flautað til leiks ertu ekkert að pæla í þessu.“

Kjartan spáir sigri Íslands í spennandi leik. „Ég held við vinnum þetta 2-1 eftir framlengdan leik.“

Viðtalið í heild er í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford

Þetta er liðið sem Pogba vill ólmur fara til – Myndi hitta fyrir fyrrum liðsfélaga á Old Trafford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer

Horfa til ensku úrvalsdeildarinnar í leit að arftaka Neuer
433Sport
Í gær

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið
433Sport
Í gær

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga

Meistararnir sýna ungstirni Real Madrid áhuga
Hide picture