Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hefur kallað Stefán Teit Þórðarson inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Úkraínu.
Ísland vann 4-1 sigur á Ísrael í kvöld en Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason meiddust í leiknum.
Þá meiddist Jóhann Berg Guðmundsson í aðdraganda leiksins og er óvíst með þáttöku hans á þriðjudag.
🇮🇸 Stefán Teitur Þórðarson kemur inn í hópinn fyrir leikinn gegn Úkraínu og telur hópurinn þá 25 leikmenn.#afturáem pic.twitter.com/VBtMuUrTN2
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 21, 2024