Gylfi Þór Sigurðsson verður í treyju númer 23 hjá Val. Félagið kynnir þetta með myndbandi.
Gylfi gekk í raðir Vals á dögunum og skrifaði undir tveggja ára samning.
Margir hafa spáð í hvaða treyju Gylfi muni leika í hjá Val en nú er ljóst að það verður treyja númer 23.
Tekur hann við því númeri af Adam Ægi Pálssyni sem fer í treyju númer 24.
Gylfi mun spila sinn fyrsta leik fyrir Val klukkan 18 í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem Valur opinberar númerið.